Samráðsdagur Byggingavettvangs 2019

Byggingavettvangurinn hélt samráðsdag þann 27. maí 2019. Helstu hagsmunaðilum í byggingar- og mannvirkjagerð var boðið að taka þátt og var tilgangurinn að vinna og forgangsraða tillögum sem hafa það að markmiði að stytta byggingartíma, lækka byggingarkostnað og auka skilvirkni í byggingu íbúðarhúsnæðis.


Þátttakendur voru u.þ.b 60 talsins og voru bæði fulltrúar framkvæmdaaðila á almennum markaði og fulltrúar ýmissa opinberra stofnana og sveitarfélaga auk margra hagaðila sem koma að skipulags-, byggingar- og húsnæðismálum. Þau viðfangsefni sem fjallað var um á samráðsdeginum voru :

– Einfaldari og skilvirkari stjórnsýsla og regluverk

– Efla og einfalda eftirlit

– Efla og nýta rafræna stjórnsýslu með einni Byggingargátt fyrir ríki og sveitarfélög.

– Tímabundið húsnæði


Þátttakendur lögðu á fundinum fram tillögur og hugmyndir að úrbótum. Í kjölfarið útfærði Byggingarvettvangurinn tillögur sem fram komu og forgangsraðaði. Niðurstöður samráðsdagsins og skýrsla átakshóps um bætta stöðu á húsnæðismarkaði sem afhent var í janúar 2019 urðu  forsendur skýrslu Byggingavettvangsins um úrbætur í bygginga- og skipulagsmálum sem kynnt var í nóvember 2019.

Skráningu á viðburðinn er nú lokið.